Sjáðu allt einsoft og þú vilt
Nýtt og byltingarkennt kort fyrir 15-25 ára
Opið kort í Þjóðleikhúsið
Gildir fyrir ungmenni á aldrinum 15-25 ára
Frá:
Til hamingju með Opið kort í Þjóðleikhúsið Nú getur þú farið á opidkort.leikhusid.is og bókað kort sem þú færð sent í símann. Kortið sýnir þú svo í miðasölu leikhússins ásamt gildum persónuskilríkjum til að bóka miða. Handhafar Opna kortsins eru velkomnir leikhúsið á allar sýningar Þjóðleikhússins.Þú getur því séð allt sem þú vilt eins oft og þú vilt.
Fyrir hvern eru Opin kort?
Opin kort eru eingöngu fyrir fólk á aldrinum 15-25 ára. Þau eru keypt í gegnum rafræn skilríki og því er miðað er við afmælisdag, en ekki fæðingarár.
Mig langar að gefa Opið kort – get ég skráð það á aðra kennitölu?
Já, með því að smella á hnappinn “gefa opið kort” getur þú keypt gjafakort sem ungmennið getur notað til þess að greiða fyrir kortið og fær það sent í símann í kjölfarið.
Get ég séð allar sýningar ef ég er með Opið kort?
Já, þú getur séð allar uppsetningar Þjóðleikhússins, en kortið gildir ekki á allar samstarfssýningar.
Get ég hætt í áskrift þegar ég vil?
Opið kort er bundið i 10 mánuði og því þarf að greiða fyrir þann tíma eftir það getur þú sagt upp áskrift þegar þú vit.
Hvað get ég bókað miða með miklum fyrirvara?
Með Opnu korti er hægt að bóka miða á allar sýningar Þjóðleikhússins samdægurs.
Hvernig panta ég miða?
Handhafar Opna kortsins geta pantað miða á sýningar samdægurs eða mætt í leikhúsið og framvísað kortinu til að fá miða að því gefnu að sæti séu laus í salnum.
Get ég byrjað í áskrift þegar ég vil ?
Já. Opna kortið gildir í 10 mánuði frá kaupdegi og gildir á milli leikára.
Er greitt fyrir júlí og ágúst þegar leikhúsið er í sumarfríi?
Nei. Júlí og ágúst eru fríir mánuðir.